Beinleiðni heyrnartól (bone conduction)

Þú heyrir í umhverfinu og ert meðvitaðum um það sem er að gerast í kringum þig á meðan þú hlustar á tónlist, hljóðbækur eða talar í símann. Beinleiðni heyrnartól henta einstaklega vel hvort sem þú ert í vinnunni, ræktinni, í göngutúr, að hlaupa eða í golfi með félögunum án þess að missa athygli og fórna hljómgæðum.

Vörur í boði Hvað er beinleiðni?

Afhverju að nota beinleiðnitæki?

Vörur í boði

Hvað er beinleiðni?

Beinleiðini heyrnartól (bone conduction) er sérstök gerð af heyrnartólum sem hvíla beint á kinnbeinum hlustandans. Ólíkt hefðbundnum heyrnartólum sem hylja eyrun eða tappar settir í þau (airpods / airbuds) titrar hljóðhimnan ekki til að senda hljóðbylgjur áfram til kuðungssins. Í staðinn sendist titringur frá kinnbeinum með beinleiðni í kuðunginn. Það verður engin þrýstingur í eyrum eins og gerist þegar tappar (in-ear) heyrnartól eru notuð. Fyrir langa notkun eru beinleiðni heyrnartól þæginlegri.

Beinleiðni heyrnartól hentar fólki á öllum aldri og getur hjálpað þeim sem eru með skerta heyrn vegna vandamála í miðeyra eða hljóðhimnu þar sem beinleiðni titringur berst með kinnbeinum. Beinleiðnitækni gerir þér kleift að hlusta á tónlist á sama tíma og þú heyrir fullkomlega í umhverfinu og ert meðvitaðum um það sem er að gerast í kringum þig. Heyrnartólin henta einstaklega vel hvort sem þú ert í vinnunni, ræktinni, í göngutúr, að hlaupa eða golfi með félögunum án þess að missa athygli og fórna hljómgæðum.

Með beinleiðini heyrartólum eru meðvitaður um það sem er að gerast í kringum þig.