Hvernig virkar beinleiðni?
Stutta útgáfan á beinleiðni heyrnartólum er sú að þau hvíla beint á kinnbeinum hlustandans. Ólíkt hefðbundnum heyrnartólum sem hylja eyrun eða tappar settir í þau (airpods / airbuds) titrar hljóðhimnan ekki til að senda hljóð áfram til kuðungssins. Í staðinn sendist titringur frá kinnbeinum með beinleiðni í kuðunginn.
Þessi tækni hentar öllum aldri og þá sérstaklega fólki með heyrnarskerðingu þar sem beinleiðni titringur virkar í stað hljóðhimnu.
Beinleiðnitækni gerir þér kleift að hlusta á tónlist á sama tíma og þú heyrir fullkomlega í umhverfinu í kringum þig hvort sem þú ert í vinnunni, ræktinni, í göngutúr, að hlaupa eða golfi með félögunum án þess að missa athygli og fórna hljómgæðum.